Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Grunnvalsæfingar unglinga voru haldnar 11. desember

berglind-anna-2016
Kristján Viðar Haraldsson,  unglingalandsliðsþjálfari, hélt grunnvalsæfingarnar sunnudaginn 11. desember fyrir þrjá aldurshópa stráka og stelpna: 12 ára og yngri (mini kadett), 13-15 ára, (kadett) og 16-18 ára (junior).  Tæplega 50 krakkar mættu frá 5 félögum.
Með hliðsjón af þessum æfingum verða svo landsliðshópar valdir í janúar fyrir verkefni komandi árs hjá unglingalandsliðunum.
ÁMU, skv. upplýsingum frá KVH

Aðrar fréttir