Guðbjörg Vala, Helena og Sól komust í útsláttarkeppni á Safir
Keppni hélt áfram á Safir International mótinu í Örebro í Svíþjóð laugardaginn 22. febrúar þar sem þær Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Helena Árnadóttir og Sól Kristínardóttir Mixa kepptu.
Í Junior girls singles 18 flokki vann Sól einn leik í sínum riðli og komst áfram í útsláttarkeppnina. Hún féll úr leik í 32 manna úrslitum og eins og á föstudeginum mætti hún leikmanninum sem var efstur í töflunni í sínum fyrsta leik. Sú fór alla leið í úrslitin.
Guðbjörg Vala og Helena töpuðu öllum leikjunum í sínum riðlum. Keppendur voru 55 í flokknum.
Í Girls singles 14 flokki voru 47 keppendur og unnu Guðbjörg Vala og Helena unnu annan leikinn af tveimur í sínum riðlum og komust áfram í útsláttarkeppnina. Þær töpuðu báðar 1-3 í 32 manna úrslitum.
Sól keppti í Junior girls singles 23 flokki og var ein 30 keppenda. Ekki var keppt í riðlum í þessum flokki heldur fóru allir keppendur í 32 manna útsláttartöflu. Þar tapaði Sól sínum fyrsta leik en andstæðingur hennar fór í undanúrslit.
Lokadagur mótsins er sunnudagurinn 23. febrúar.
Hér má sjá úrslit úr öllum leikjum á mótinu: https://resultat.ondata.se/001223/
Forsíðumynd úr myndasafni.