Guðbjörg Vala, Helena og Sól leika á Safir í Svíþjóð
Peter Nilsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þær Guðbjörgu Völu Gunnarsdóttur, KR, Helenu Árnadóttur, KR og Sól Kristínardóttur Mixa, BH til að keppa á Safir International mótinu í Örebro í Svíþjóð helgina 21-23. febrúar. Þær keppa hver um sig í mörgum flokkum, þ.á.m. í „womens singles elite“ flokki og í mismunandi aldursflokkum stúlkna.
Peter landsliðsþjálfari verður með stúlkunum á mótinu.
Ákveðið var að senda leikmenn úr kvennalandsliðinu á Safir í staðinn fyrir að þær tækju þátt í forkeppni Evrópumóts landsliða, eins og íslenska karlalandsliðið gerði.
Úrslitin úr leikjum á mótinu má sjá hér: Sweden Star-Safir International 2025
Forsíðumynd af Helenu úr myndasafni.