Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Guðbjörg Vala í 5.-8. sæti í flokki 15 ára stúlkna á Safir

Lokadagur Safir mótsins í Svíþjóð var sunnudaginn 23. febrúar. Þær Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir, sem eru fæddar árið 2010, kepptu í flokki stúlkna 15 ára og yngri og 16 ára og yngri. Sól Kristínardóttir Mixa keppti ekki í dag þar sem hennar aldursflokkar voru ekki í boði.

Guðbjörg Vala komst í 8 manna úrslit í flokki 15 ára og yngri, en hún féll úr leik fyrir sigurvegaranum í flokknum. 30 keppendur voru í flokknum og þá var ekki keppt í riðlum heldur farið beint í útsláttarkeppni. Í fyrsta leik vann Guðbjörg Vala sænska stúlku sem virðist hafa verið raðað í 5.-8. sæti. Í 16 manna úrslitum vann hún svo stúlku frá Belgíu áður en hún féll úr leik í 8 manna úrslitum.
Helena lagði stúlku frá Lettlandi í fyrsta leik en féll svo úr keppni í 16 manna úrslitum eftir tap fyrir sænskri stúlku sem var raðað nr. 1.

Í flokki 16 ára og yngri vann Guðbjörg Vala báða leikina í riðlinum. Í útsláttarkeppninni sigraði hún sænska stúlku í 32 manna úrslitum en féll úr leik í 16 manna úrslitum fyrir sænskri stúlku sem var raðað nr. 3-4.
Helena tapaði báðum leikjum sínum. Í þessum flokki voru 49 keppendur.

Peter landsliðsþjálfari var mjög ánægður með árangur stúlknanna á mótinu. Guðbjörg Vala vann bæði nr. 5 og 10 í Svíþjóð og vann stúlku frá Wales sem hún tapaði fyrir á EM unglinga í fyrra. Helena var stigi frá að jafna leikinn í 2-2 hjá stúlku nr. 3 í Svíþjóð og Sól átti líka góða leiki.

Úrslit úr leikjum á mótinu: https://resultat.ondata.se/001223/

Forsíðumynd af stúlkunum þremur og Peter Nilsson landsliðsþjálfara, mynd frá Peter.

Aðrar fréttir