Guðbjörg Vala, Lúkas og Viktor sigruðu í Hróarskeldu
Íslensku leikmennirnir náðu ágætum árangri á Spar Nord Roskilde Cup mótinu, sem haldið var í Hróarskeldu í Danmörku helgina 1.-2. febrúar. Flestir unnu leiki og margir fóru upp úr riðlum í útsláttarkeppni.
Helstu úrslit íslensku leikmannanna, verður uppfært þegar frekari upplýsingar berast
Viktor Daníel Pulgar sigraði í tveimur flokkum, Drenge C og Drenge D.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í flokki Pige elite, varð önnur í flokki Drenge B og þriðja í flokki Dame Elite.
Lúkas André Ólason sigraði Guðbjörgu Völu í úrslitum í flokki Drenge B.
Norbert Bedö varð annar í flokki Åben A.
Aldís Rún Lárusdóttir varð önnur í flokknum Dame kl. 1
Magnús Gauti Úlfarsson varð í 2. sæti í flokknum Herre kl. 1, þar sem hann tapaði úrslitaleiknum í oddalotu gegn Eldyana Bengtsen.
Sól Kristínardóttir Mixa keppti bara á sunnudeginum, þar sem hún varð í 3.-4. sæti í flokki Dame junior elite. Á laugardeginum keppti hún með liði sínu í sænsku deildarkeppninni.
Myndir frá Guðrúnu Gestsdóttur.