Guðbjörg Vala sigraði og fleiri íslenskir unglingar á verðlaunapalli
Hópur íslenskra unglingalandsliðsmanna leikur á móti í Noregi þessa helgina. Flest keppa þau í mörgum flokkum á mótinu.
Nokkrir leikmenn náðu á verðlaunapall á fyrri degi mótsins, og flestir leikmenn í hópnum unnu leik.
Helstu úrslit dagsins:
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í flokki jenter 11. Hún varð líka í 9.-16. sæti í flokki Gutter 14B.
Sól Kristínardóttir Mixa varð 2. sæti í flokknum Damer A og í 3. sæti í flokknum Damer elite.
Björgvin Ingi Ólafsson varð í 2. sæti í flokknum Herrer D.
Helena Árnadóttir varð í 3. sæti í flokki jenter 11.
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir hafnaði í 3. sæti í flokknum Damer A og í 4. sæti í flokknum Damer elite.
Anton Óskar Ólafsson hafnaði í 5.-8. sæti í Jenter/gutter 15B.
Daði Meckl náði 5.-8. sæti í flokki Gutter 11.
Steinar Andrason náði 5.-8. sæti í flokknum Herrer D.
Alexander Arnarsson varð í 9.-16. sæti í Jenter/gutter 15B og 9.-16. sæti í Gutter 14A.
Alexander Ivanov náði 9.-16. sæti í Jenter/gutter 15B.
Benedikt Jóhannsson varð í 9.-16. sæti í Gutter 14A.
Einar Karl Kristinsson náði 9.-16. sæti í Jenter/gutter 15B.
Magnús Holloway varð í 9.-16. sæti í Jenter/gutter 15B og 9.-16. sæti í Gutter 14A.
Tómas Holloway náði 9.-16. sæti í Jenter/gutter 15B.
Þorbergur Freyr Pálmarsson varð í 9.-16. sæti í flokknum Herrer D.
Myndir frá Tómasi Inga Shelton unglingalandsliðsþjálfara.