Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Guðjón Páll sigraði á móti BH í 2. flokki

Borðtennisdeild BH hélt styrkleikamót í 2. flokki sunnudaginn 31. janúar og voru skráðir keppendur 29 talsins. Sumir þeirra voru að taka þátt í sínu fyrsta borðtennismóti á Íslandi.

Guðjón Páll Tómasson, KR, sigraði á mótinu en hann lagði Grzegorz Michal Rucinski úr BH 3-0 í úrslitaleiknum. Guðjón sigraði í undanúrslitum gegn Piotr Herman úr HK í hörkuleik, en þeim leik lauk 11-9 í oddalotu.

Í hinum undanúrslitunum vann Grzegorz Viliam Marchinik úr KR, og lauk leiknum 3-1.

Leikið var um hvert sæti á mótinu og má sjá öll úrslit á vef Tournament software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=F8D6129C-1657-42ED-88DF-A4143678EE1D.

Mynd af verðlaunahöfum frá Ingimar Ingimarssyni.

Aðrar fréttir