Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Guðmundur og Eva Íslandsmeistarar í tvenndarkeppni

Guðmundur Stephensen og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tvenndarkeppni á Íslandsmótinu í borðtennis, sem fram fer í TBR-húsinu um helgina. Þetta var 7. titill þeirra í tvenndarkeppni en þau unnu síðast árið 2010.

Keppni í tvenndarkeppni lauk laugardaginn 3. mars en úrslit í öðrum flokkum ráðast sunnudaginn 4. mars.

ÁMU

Verðlaunahafar í tvenndarkeppni. Einar Geirsson vantar á myndina. (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

Aðrar fréttir