Guðmundur Eggert Stephensen og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar í meistaraflokki í borðtennis á Íslandsmótinu, sem fram fór í TBR-húsinu um helgina.

Guðmundur sigraði í einliðaleik karla í 20. skipti í röð, sem er einstætt afrek. Eftir mótið sagði hann þetta vera siðasta Íslandsmótið sitt, í bili að minnsta kosti. Guðmundur sigraði einnig í tvíliðaleik með Magnúsi K. Magnússyni úr Víkingi, og með Evu Jósteinsdóttur í tvenndarkeppni.
Eva Jósteinsdóttir sigraði í einliðaleik í þriðja skipti. Hún varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik með Lilju Rós Jóhannesdóttur úr Víkingi.

 

Nánar seinna í kvöld.

ÁMU