Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Guðmundur og Eva þrefaldir Íslandsmeistarar

Guðmundur Eggert Stephensen og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar í meistaraflokki í borðtennis á Íslandsmótinu, sem fram fór í TBR-húsinu um helgina.

Guðmundur sigraði í einliðaleik karla í 20. skipti í röð, sem er einstætt afrek. Eftir mótið sagði hann þetta vera siðasta Íslandsmótið sitt, í bili að minnsta kosti. Guðmundur sigraði einnig í tvíliðaleik með Magnúsi K. Magnússyni úr Víkingi, og með Evu Jósteinsdóttur í tvenndarkeppni.
Eva Jósteinsdóttir sigraði í einliðaleik í þriðja skipti. Hún varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik með Lilju Rós Jóhannesdóttur úr Víkingi.

 

Nánar seinna í kvöld.

ÁMU

Aðrar fréttir