Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Guðmundur og Lilja eru Íslandsmeistarar í einliðaleik árið 2012

Guðmundur Eggert Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi sigruðu í einliðaleik í meistaraflokki á Íslandsmótinu í borðtennis, sem fram fór í TBR-húsinu um helgina. Þetta var 19. titill Guðmundar í röð, sem er ótrúlegt afrek, og fór Guðmundur í gegnum mótið án þess að tapa lotu í einliðaleik. Guðmundur varð þrefaldur meistari um helgina. Hann sigraði einnig í tvíliðaleik með Magnúsi K. Magnússyni og í tvenndarleik með Evu Jósteinsdóttur.          

Lilja Rós sigraði í 10. skipti og jafnaði þar með árangur Ragnhildar Sigurðardóttur, sem varð Íslandsmeistari 10 sinnum á árunum 1978-1990. Lilja varð tvöfaldur meistari og vann einnig í tvíliðaleik með Evu Jósteinsdóttur.

ÁMU

Verðlaunahafar í meistaraflokki karla. (Mynd Finnur Hrafn Jónsson)

Aðrar fréttir