Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Guðmundur og Nevena Íslandsmeistarar í meistaraflokki

Guðmundur Eggert Stephensen og Nevena Tasic, Víkingi, urðu Íslandsmeistarar í einliðaleik í meistaraflokki á Íslandsmótinu, sem fram fór í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 3.-5. mars.

Guðmundur sýndi að hann hefur engu gleymt þrátt fyrir 10 ára fjarveru frá keppni, og sigraði örugglega á mótinu. Hann vann alla sína leiki 4-0 og lagði Magnús Gauta Úlfarsson úr BH í úrslitaleiknum. Þetta var 21. titill Guðmundar í einliðaleik, en hann varð Íslandsmeistari árin 1994-2013. Magnús sigraði árin 2018, 2019 og 2021.
Í 3.-4. sæti urðu meistarinn frá 2022, Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi, og Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi, meistarinn frá 2020, sem var sleginn út af Guðmundi.

Nevena Tasic vann titilinn í kvennaflokki þriðja árið í röð. Hún lagði Sól Kristínardóttur Mixa 4-1 í úrslitaleiknum. Sól er eina íslenska konan til að hafa sigrað Nevenu en Nevena var sterkari að þessu sinni og landaði titlinum.
Nevena vann Aldísi Rún Lárusdóttur, KR, í undanúrslitum og Sól sigraðu Lilju Rós Jóhannesdóttur, Víkingi í hinum undanúrslitaleiknum.

Nevena vann einnig titilinn í tvenndarleik með Inga Darvis Rodriguez, Víkingi, sbr. frétt frá 4. mars.

Ingi Darvis Rodriguez og Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi, vörðu Íslandsmeistaratitilinn í tvíliðaleik karla. Þeir sigruðu Birgi Ívarsson og Magnús Gauta Úlfarsson, BH, 3-1 í úrslitum.

Í tvíliðaleik tóku þær Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir spaðann af hillunni með góðum árangri og sigruðu þær Aldísi Rún Lárusdóttur, KR og Sól Kristínardóttur Mixa, BH 3-1 í úrslitum. Þær Eva og Lilja unnu 10 titla saman á árunum 1995-2014, auk þess sem þær unnu báðar titla í tvíliðaleik með öðrum meðspilurum.
Íslandsmeistararnir frá því í fyrra, Nevena Tasic og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi, máttu sætta sig við naumt tap í hörkuleik í undanúrslitum fyrir þeim Aldísi og Sól.

Sigurvegarar í öðrum flokkum voru þau Eiríkur Logi Gunnarsson, KR og Ársól Clara Arnardóttir, KR í 1. flokki og Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi, og Lára Ívarsdóttir, KR í 2. flokki.

Verðlaunahafar í öllum flokkum

Meistaraflokkur karla
1. Guðmundur Eggert Stephensen, Víkingi
2. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
3.-4. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi

Meistaraflokkur kvenna
1. Nevena Tasic, Víkingi
2. Sól Kristínardóttir Mixa, BH
3.-4. Aldís Rún Lárusdóttir, KR
3.-4. Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi

Tvíliðaleikur karla
1. Ingi Darvis Rodriguez / Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
2. Birgir Ívarsson / Magnús Gauti Úlfarsson, BH
3.-4. Ellert Kristján Georgsson / Gestur Gunnarsson, KR
3.-4. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson / Tómas Ingi Shelton, BH

Tvíliðaleikur kvenna
1. Eva Jósteinsdóttir / Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi
2. Aldís Rún Lárusdóttir / Sól Kristínardóttir Mixa, KR/BH
3.-4. Lára Ívarsdóttir / Þóra Þórisdóttir, KR
3.-4. Nevena Tasic / Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

Tvenndarleikur
1. Nevena Tasic / Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
2. Sól Kristínardóttir Mixa / Magnús Gauti Úlfarsson, BH
3.-4. Aldís Rún Lárusdóttir / Davíð Jónsson, KR
3.-4. Ellert Kristján Georgsson / Þóra Þórisdóttir, KR

1. flokkur karla
1. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
2. Michal May-Majewski, BR
3.-4. Björgvin Ingi Ólafsson, HK
3.-4. Guðjón Páll Tómasson, KR

1. flokkur kvenna
1. Ársól Clara Arnardóttir, KR
2. Þóra Þórisdóttir, KR
3.-4. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
3.-4. Lára Ívarsdóttir, KR

2. flokkur karla
1. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
2. Ísak Aryan Goyal, KR
3.-4. Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi
3.-4. Viliam Marciník, KR

2. flokkur kvenna
1. Lára Ívarsdóttir, KR
2. Kristjana Áslaug Thors, KR
3.-4. Helena Árnadóttir, KR
3.-4.Marta Dögg Stefánsdóttir, KR

Öll úrslit á mótinu eru aðgengileg á vef Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/tournament/308865DB-D727-41F4-9479-726A30449AA9

Myndir frá mótinu má sjá á fésbókarsíðu Borðtennissambands Íslands. Þar má einnig sjá klippur frá mótinu. Sýnt var frá mótinu á YouTube síðu BTÍ og á RÚV2.

Aðrar fréttir