Guðmundur Stephensen á úrtökumóti Ólympíuleikanna
Guðmundur Stephensen spilaði í gær tvo leiki á úrtökumóti Ólympíuleikanna sem fram fer í Luxemborg.
Hann lék fyrri leik sinn við Zhmudenko Yaroslav frá Úkraínu sem er nr. 98 á heimslistanum. Guðmundur náði sér ekki á strik en Zhmudenko vann leikinn 4-0 (11-5, 12-10, 11-5 og 11-7). Síðari leikurinn var við Papageorgiou Konstantinos frá Grikklandi sem er nr. 203 á heimslistanum. Fór leikurinn 4-1 fyrir Grikkjanum (11-6, 11-2, 7-11, 11-8 og 11-7. Guðmundur spilar í dag við Machado Carlos frá Spáni (nr. 84 á heimslistanum) og Cekic Irfan frá Svartfjallalandi (nr. 568 á heimslistanum).