Guðmundur Stephensen á úrtökumótinu í Luxemborg fyrir Ólympíuleikana
Úrtökumót fyrir Ólympíuleikana í London nú í sumar fer nú fram í Luxemborg. Á mótinu keppa 122 leikmenn um 22 sæti á leikunum, 70 menn um 11 sæti og 52 konur um 11 sæti. Guðmundur fór út í gær ásamt landsliðsþjálfaranum Bjarna Þ Bjarnasyni. Í gær var dregið í undanriðla mótsins. Guðmundur er í riðli O með:
Machado Carlos Spáni (nr. 84 á heimslistanum)
Zhmudenko Yaroslav Úkraínu (nr. 98 á heimslistanum)
Papageorgiou Konstantinos Grikklandi (nr. 203 á heimslistanum)
Cekic Irfan Svartfjallalandi (nr. 568 á heimslistanum).
Hægt er að skoða undanriðla mótsins hér.