Guðmundur Stephensen og félagar í hollenska liðinu Enjoy&Deploy Zoetermeer sigruðu LTTV Scylla, 5:2 í hollensku deildinni í borðtennis um helgina.
Guðmundur lék tvo leiki í einliðaleik og vann báða. Auk þess vann hann leik sinn í tvíliðaleik ásamt félaga sínum.

Helgina á undan tapaði Enjoy&Deploy 3-4 fyrir PayPro.nl/DTK en þá lék Guðmundur ekki með liðinu.

ÁMU