Guðmundur tók lið sitt upp í Superettan í Svíþjóð.
Ljósmynd: Jóhann Emil Bjarnason
Guðmundur Stephensen gerði í dag gott mót í sænsku deildinni þegar lið hans Eslöv vann lið Asa í sænsku 1. deildinni 8-1. Með sigrinum komst liðið upp í Superettan, sem er næst efsta deildin í Svíþjóð. Þarf Asa að fara í umspil við önnur lið til að fylgja með. Eslöv styrkti lið sitt verulega á síðustu metrum deildarkeppninnar og fékk þá Guðmund í liðið en í dag vann Guðmundur báða leiki sína. Þann fyrri 3-2 og þann seinni 3-0. Guðmundur sem Svíarnir kalla „Gummi“ lék með danska landsliðsmanninum Kasper Sternberg og þeimJacob Asmusen, Filip Wirström, David Blomberg og Pontus Frithiof.
Frábært að sjá Gumma spila aftur.