Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Guðmundur vann sína leiki en Enjoy&Deploy tapaði vorúrslitaleiknum í hollensku deildinni

Guðmundur Stephensen vann báða einliðaleiki sína í vorúrslitaleik hollensku deildarinnar í borðtennis í gær við Wijzenbeek Westa. Hann lagði fyrst Martijn de Vries 3-1 og svo Daan Sliepen 3-0. Einnig vann hann tvíliðaleikinn með Nathan var der Lee félaga sínum 3-1. Það dugði þó ekki til því félagar Guðmundar töpuðu hinum leikjunum og leikurinn tapaðist því 3-4.

Því leika haustmeistarar Enjoy&Deploy og vormeistarar Wijzenbeek Westa hreinan úrslitaleik á sunnudaginn, 20. maí.

ÁMU

Aðrar fréttir