Guðrún og Óli borðtennisfólk Dímonar
Íþróttafélagið Dímon kynnti fyrir nokkru val borðtennisfólks ársins 2018 úr sínum röðum.
Borðtennismaður Dímonar árið 2018 er Óli Guðmar Óskarsson og borðtenniskona Dímonar er Guðrún Margrét Sveinsdóttir.
Þau sjást hér á hægra megin á myndinni en vinstra megin eru Stephan Vassiljev og Magnea Ósk Hafsteinsdóttir, sem fengu viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun.
Mynd frá Dímon.