Gunnar Snorri gerir það gott í Svíþjóð
Gunnar Snorri Ragnarsson sem lék áður með KR í borðtennis býr í dag í Svíþjóð og spilar þar fyrir Mölndal sem leikur í 4. deild, liða í nágrenni Gautaborgar.
Lið Gunnars mætti um helgina liði Torslanda IK sem voru í 2. sæti. Mölndal hafði reyndar tryggt sér sigurinn í deildinni þegar tvær umferðir voru eftir en liðið var ósigrað í deildinni og aðeins gert tvö jafntefli. Mölndal vann síðustu viðureignina 8-2, Gunnar Snorri vann báða einliðaleikina og tvíliðaleikinn. Í Mölndal léku ásamt Gunnari Snorra, þeir Leo Ramnäs, Martin Håkansson og Arvid Gustafsson Åmark. Með sigrinum í deildinni hafa þeir tryggt sér sæti í 3. deild á næsta tímabili.
Sjá nánari úrslit í leik og lokastöðu í deild.
Myndin er tekin af liði Mölndalen eftir að hafa tryggt sér sigur í deildinni, fengin frá Gunnari Snorra sem er annar frá hægri á myndinni.