Hákon Atli Bjarkason fær viðurkenningar fyrir störf sín
Hákon Atli, borðtennismaður úr ÍFR og leikmaður í deildakeppninni með HK, er einn þriggja handhafa Kærleikskúlunnar 2025, sem var afhent 2. desember. Handhafar eru allir framúrskarandi íþróttaþjálfarar fyrir fötluð börn og ungmenni.
Hákon Atli var einnig tilnefndur til hvatningarverðlauna ÖBÍ, sem voru afhent 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Hákon Atli var tilnefndur fyrir að vera frábær fyrirmynd og stuðla að inngildingu ungs fatlaðs íþróttafólks. Hann var einn af fimm sem voru tilnefndir en viðurkenninguna hlaut Magnús Orri Arnarson.
Mynd af Hákoni úr myndasafni.


