Hákon Atli Bjarkason þrefaldur Íslandsmeistari á Íslandsmóti fatlaðra
Hákon Atli Bjarkason, ÍFR, varð þrefaldur Íslandsmeistari á Íslandsmóti fatlaðra í borðtennis, sem fram fór laugardaginn 6. apríl. Hákon sigraði í opnum flokki og einliðaleik í flokki hreyfihamlaðra karla. Þá sigraði hann í tvíliðaleik með Hilmari Björnssyni úr ÍFR.
Hákon Atli lék einmitt við Hilmar Bjōrnsson í úrslitum í opnum flokki og sigraði í hörkuleik. Inga Hanna Jóhannesdóttir, ÍFR, sigraði í kvennaflokki. Í flokki þroskahamlaðra karla sigraði Stefán Thoraresen, Akri.
Verðlaunahafar
Opinn flokkur
1. Hákon Atli Bjarkason, ÍFR
2. Hilmar Björnsson Zoega, ÍFR
3.-4. Kolbeinn J. Skagfjörð, Akri
3.-4. Stefán Thorarensen, Akri
Kvennaflokkur
1. Inga Hanna Jóhannesdóttir, ÍFR
2. Guðrún Ólafsdóttir, Akri
3.-4. Soffía Rúna Jensdóttir, ÍFR
3.-4. Sæunn Jóhannesdóttir, ÍFR
Tvíliðaleikur
1. Hákon Atli Bjarkason/Hilmar Björnsson Zoega, ÍFR
2. Kolbeinn J. Skagfjörð/Stefán Thorarensen, Akri
3.-4. Inga Hanna Jóhannesdóttir/Sæunn Jóhannesdóttir, ÍFR
3.-4. Gunnlaugur B Sigurgeirsson/Guðbjartur Arnar Guðbjartsson, ÍFR
Þroskahamlaðir karlar
1. Stefán Thorarensen, Akri
2. Guðbjartur Arnar Guðbjartsson, ÍFR
3. Ólafur Lárusson, ÍFR
Hreyfihamlaðir karlar
1. Hákon Atli Bjarkason, ÍFR
2. Hilmar Björnsson Zoega, ÍFR
3. Kolbeinn J. Skagfjörð, Akri
ÁMU, skv. fréttum á vef og fésbókarsíðu ÍSF. Myndir fengnar þaðan.