Hákon Atli keppti í Slóveníu
Hákon Atli Bjarkason keppti nýlega á móti fyrir fatlaða leikmenn í Slóveníu. Mótið kallast I feel Slovenia Para Open og var haldið í Lasko 9.-13. maí.
Skv. Hákoni var þetta sterkasta mót ársins og sterkara en HM. Hákon lenti í riðli með Valentin Baus, ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara, sem fyrir mótið hafði ekki tapað leik síðan árið 2019. Einnig með Hamza frá Tyrklandi, sem er númer 11 í heiminum, og Park frá Kóreu sem er númer 19 á lista en er orðinn besti Kóreumaðurinn i dag. Hann var eini leikmaðurinn á mótinu og sá fyrsti síðan 2019 til að vinna Baus.
Hákon komst ekki upp úr riðlinum, ekki frekar en margir sterkir leikmenn á mótinu. Hann sagði margt jákvætt í sinni spilamennsku og má sjá leikinn hans á móti Baus á Youtube. Leikurinn er fyrsti leikurinn í þessu vídeói https://www.youtube.com/watch?v=ehPSZCs8XOk&ab_channel=Zveza%C5%A0IS-SPK
Sjá nánar um mótið á vefsíðunni: HOME – Slovenia Open Thermana Laško (sloveniattopen.si)
Mynd af Hákoni af fésbókarsíðu BTÍ.