Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Hákon Atli leikur á EM fatlaðra í Sheffield

Hákon Atli Bjarkason úr HK leikur á EM fatlaðra, sem fram fer í Sheffield á Englandi 4.- 9. september.
Hákon leikur í flokki 5 í einliðaleik, og hefur keppni 4. september.
Hann er eini keppandi Íslands á mótinu og tekur ekki þátt í tvíliðaleik eða tvenndarleik, þar sem pör í þessum greinum þurfa að vera frá sama landi.

Alls eru 11 keppendur í flokki Hákonar, og er þeim skipt í fjóra riðla. Hákon er í riðli 4, með keppendum frá Frakklandi, Hollandi og Tyrklandi.

Helgi Þór Gunnarsson er þjálfari Hákonar á mótinu.

Hér má fylgjast með úrslitum í riðli Hákonar á mótinu: https://results.ittf.com/ittf-web-results/html/TTE5484/results.html#/groups.

Forsíðumynd af Hákoni úr myndasafni.

Aðrar fréttir