Hákon Atli leikur í Þýskalandi í vetur
Hákon Atli Bjarkason, leikmaður HK, mun leika í þýsku deildakeppninni í vetur. Hann mun leika með liði TT Frickenhausen í 2. Bundesliga Süd, í deild sem er fyrir leikmenn í hjólastól.
Fyrsti leikdagur var laugardagurinn 16. september. Að loknum fyrsta leikdegi er Hákon í 4. sæti yfir árangur leikmanna, sjá https://drs.tischtennislive.de/?L1=Ergebnisse&L2=TTStaffeln&L2P=18616&L3=Rangliste&L4=Einzel&L4P=1.
Hér má sjá nánari upplýsingar um deildina: https://drs.tischtennislive.de/?L1=Ergebnisse&L2=TTStaffeln&L2P=18616
Hákon bætist því í stækkandi hóp íslenskra borðtennismanna sem leika í erlendum deildum.