Hákon Atli lék í þýsku bundesligu 1 þann 15. mars
Hákon Atli Bjarkason lék í fyrsta skipti í Bundesligu 1 fyrir fatlaða leikmenn í Þýskalandi þann 15. mars. Hann tók þátt í fjórum leikjum með liði sínu og lék bæði einliðaleik og tvíliðaleik. Hákon vann einn einliðaleik og tvo tvíliðaleiki, og tapaði einum einliðaleik í oddalotu. Hann átti góða leiki en meðal andstæðinga voru m.a. heims- og Evrópumeistarar.
Hákon er svo aftur á leiðinni til Þýskalands eftir viku þar sem hann mun æfa í nokkra daga og leika með liði sínu í Bundesligu 2.
Byggt á upplýsingum frá Hákoni.