Hákon Atli þrefaldur Íslandsmeistari fatlaðra
Hákon Atli Bjarkason, ÍFR, varð þrefaldur Íslandsmeistari á Íslandsmóti fatlaðra í borðtennis, sem fram fór í Íþróttahúsi fatlaðra við Hátún laugardaginn 8. maí. Hákon sigraði í opnum flokki, einliðaleik og í tvíliðaleik í flokki hreyfihamlaðra karla. Þetta var í fimmta skipti sem Hákon verður Íslandsmeistari í einliðaleik.
Inga Hanna Jóhannesdóttir, ÍFR, sigraði í kvennaflokki. Í flokki þroskahamlaðra karla sigraði Magnús Guðjónsson úr HK.
Sjá nánar á heimarsíðu Íþróttasambands fatlaðra, https://ifsport.is/read/2021-05-09/hakon-meistari-i-fimmta-sinn/
Forsíðumynd af Hákoni úr myndasafni BTÍ.