Hákon Atli varð tvöfaldur Íslandsmeistari á Íslandsmóti fatlaðra
Íslandsmót fatlaðra fór fram í Íþróttahúsinu við Hátún laugardaginn 20. apríl. Hákon Atli Bjarkason varð tvöfaldur Íslandsmeistari en hann sigraði í opnum flokki og í sitjandi flokki 1-5.
Íslandsmeistarar á mótinu voru:
Opinn flokkur: Hákon Atli Bjarkason
Flokkur 11 konur: Inga Hanna Jóhannesdóttir
Flokkur 11 karlar: Óskar Aðils Kemp
Sitjandi flokkur 1-5: Hákon Atli Bjarkason
Standandi flokkur 6-10: Björn Harðarson
Tvíliðaleikur: Vova Chernyavsky og Agnar Ingi Traustason