Halldóra Ólafs félagi ársins hjá UMFL
Ungmennafélag Laugdæla veitti í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir félaga ársins en fyrst til að hljóta þá viðurkenningu er Halldóra Ólafs borðtenniskona fyrir frumkvöðlastarf sitt og elju í að koma spaðadeild á laggirnar innan UMFL.
Borðtennissamband Íslands óskar Halldóru til hamingju með þessa viðurkenningu!
Nýr formaður spaðadeildar hefur verið kosinn á Laugarvatni í kjölfar þess að Halldóra var að flytja en hann heitir Kári Daníelsson. Kári er annar tveggja reglulegu þjálfara félagsins og og bróðir Védísar Daníelsdóttur sem vann fyrsta titil UMFL á Íslandsmóti unglinga þegar hún varð Íslandmeistari 12-13 kvk.
Myndin efst í fréttinni er af Halldóru og Elíasi Bergmann Jóhannssyni formanni UMFL