Helgi Þór Gunnarsson fékk Hvataverðlaun ÍF árið 2024
Helgi Þór Gunnarsson fékk Hvataverðlaun ÍF fyrir árið 2024. Þetta kemur fram í Hvata, tímariti ÍF. Hvataverðlaunin eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra.
Helgi Þór hefur starfað fyrir fatlaða borðtennismenn í um þrjá áratugi og m.a. verið formaður borðtennisnefndar ÍF og landsliðsþjálfari fatlaðra í borðtennis. Hann hefur líka séð um mótahald fyrir fatlaða og sinnt ráðgjöf fyrir íþróttina.
Forsíðumynd úr Hvata.