Héraðsmóti í borðtennis á Hvolsvelli
49. héraðsmót HSK í borðtennis verður haldið á Hvolsvelli fimmtudaginn 25. apríl 2024.
Keppni hefst kl. 11:00 í yngri flokkum. Keppni hjá eldri flokkum hefst kl. 13:30.
Flokkaskipting:
Keppt verður í eftirtöldum karla- og kvennaflokkum, miðað er við almanaksárið:
- 40 ára og eldri (1984 og fyrr)
- 18 ára og eldri (2006 og fyrr)
- 16 – 17 ára (2007- 2008)
- 14 – 15 ára (2009 – 2010)
- 12 – 13 ára (2011 – 2012)
- 11 ára og yngri (2013 og síðar)
Skráningarfrestur:
Skráningar þurfa að berast til nefndarmanna í borðtennisnefnd HSK í síðasta lagi þriðjudaginn 23. apríl nk. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á [email protected] eða [email protected].
Þátttökugjald:
Þátttökugjald fyrir 12 ára og eldri er kr. 1000 á skráð nafn í grein og kr. 500 fyrir 11 ára og yngri. Innifalið í þátttökugjaldi eru borðtenniskúlur sem notaðar verða á mótinu.
Verðlaun:
Fjórir fyrstu í hverri grein hljóta verðlaunapening og stigahæsta félag hlýtur farandgrip. Allir 11 ára og yngri fá þátttökuverðlaunapening.
Þátttakendur mæta með eigin borðtennisspaða á mótið.
Borðtennisnefnd HSK