Hinn hálfíslenski Borgar Haug að gera góða hluti með norska landsliðinu á Alþjóðlega Junior og Cadet mótinu í Ungverjalandi (2-6 nóvember)
Ungverska Junior og Cadet mótið fer fram dagana 2.-6. nóvember í Savaria höllinni í Szombathely í Ungverjalandi. Um mjög sterkt mót er að ræða og er hægt að fylgjast með úrslitum mótsins hér. Borgar Haug er sonur hjónanna Áslaugar Skúladóttur og Tom-Erik. Haug leikur á mótinu fyrir Noreg í Cadet flokki og er að standa sig afbragðsvel. Hægt er að sjá hann spila hér á mótinu. Hann varð í dag efstur í sínum undanriðli í einliðaleik þar sem hann sigraði Levente Krebs frá Ungverjalandi og Andrei Tomica frá Rúmeníu og leikur hann á morgun í 64 manna úrslitum þar sem er beinn útsláttur. Í tvíliðaleik þar sem hann leikur með liðsfélaga sínum Alexander Fransson töpuðu þeir naumlega í annarri umferð gegn sterku pari frá Frakklandi (Jules Cavaille og Bilal Hamache) 3-2. Áður höfðu þeir unnið í fyrstu umferð par frá Chile og Serbíu 3-1.
Í liðakeppninni lék Cadet lið Noregs í riðli með Ungverjalandi og Singapúr. Noregur tapaði 3-2 gegn Ungverjalandi en þar vann Borgar báða leiki Noregs gegn þeim Patrik Juhasz og Csaba Andras. Leikurinn gegn Singapúr fór 3-0 fyrir Singapúr.