Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Hjallavöllur í Vesturbæ Reykjavíkur

Þann 4. september var afhjúpaður minningarskjöldur um Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson á nýlegum tennisvelli við norðurhlið Íþróttahúss Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Hjálmar var fyrrum Íslandsmeistari, landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í borðtennis, auk þess að vera liðtækur tennisleikari. Hann var lengst af íþróttakennari í Hagaskóla og sérhæfði sig í kennslu spaðaíþrótta á meðan á námi stóð.

Hjálmar hefði orðið 66 ára þann 4. september, en hann lést í janúar sl.

Hópur úr 1954 árganginum í Vesturbæ Reykjavíkur hafði forystu um að setja skjöldinn upp í samráði við fjölskyldu Hjálmars, Hagaskóla og Reykjavíkurborg.

Ítarlegri umfjöllun má sjá á baksíðu Morgunblaðsins 5. september 2020.

Aðrar fréttir