Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Hjálmarsmót Borðtennisdeildar KR – Hluti af Lokamóti

Borðtennisdeild KR heldur Hjálmarsmótið helgina 15. og 16. febrúar 2025 í Íþróttahúsi Hagaskóla, í þetta sinn verður það ákveðin blanda af KR Open og Hjálmarsmótinu frá því í fyrra.

Laugardagur 1. Blokk
Hefst kl 14:00

Stelpur og strákar u15
Meistaraflokkur karla Elite
Meistaraflokkur kvenna Elite
Karlar og konur 40 ára og eldri

Sunnudagur 2. Blokk
Hefst kl 9:00

Stelpur og strákar u12
Stelpur og strákar u18
Opinn Flokkur C (u 1500 stig)
Opinn Flokkur B (u 2000 stig)

Sunnudagur 3. Blokk
Hefst kl 14:00

Bigtable tvíliðaleikur með forgjöf

Fyrirkomulag keppni

  • Keppa má í 3 flokkum alls, en þó einungis 1 flokki í hverri „blokk“.
  • Ef of fáir skrá sig í einn flokk mun mótstjórn sameina flokka til þess að fá fleiri leiki.
    • Flokkar í 1. blokk hefjast á milli 14:00-16:00.
    • Flokkar í 2. blokk hefjast á milli 09:00-11:00.
    • 3. blokk hefst kl 14:00.
  • Keppt verður í 4-5 manna riðlum í öllum flokkum þar sem efstu 2 fara áfram í beinan útslátt. Leiknar verða 3-5 lotur í öllum flokkum.

Skráning
Skráning fer fram í gegnum skráningarform KR. Skráningarformið má finna hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfrRRgVxQ2HTAfY7qehmWTcRXOXTwBpT3i72ZUO3fc08pXnRw/viewform

Ef skráningarformið gengur ekki má senda skráningu með tölvupósti á netfangið [email protected]. Í skráningu skal taka fram fullt nafn keppanda, kennitölu, félag og skal taka skýrt fram í hvaða flokkum keppandinn vill keppa í, ásamt liðsfélaga í bigtable tvíliðaleiknum ef við á.

Skráningafrestur rennur út fimmtudaginn 13. febrúar kl 19:00.

Röðun
Raðað verður í riðla fyrir mótið í Íþróttahúsi Hagaskóla föstudaginn 14. febrúar kl 17:00. Raðað verður samkvæmt keppnisreglum BTÍ þar sem að lágmarki 4 leikmenn fá röðun í hverju flokki. Leikið verður með hvítum Stiga 3ja stjörnu plastkúlum.

Þátttökugjöld

  • Meistaraflokkur Elite kr 4000,-
  • Bigtable með forgjöf kr 4000,- á lið
  • Aðrir flokkar kr 3000,-

Gjaldið greiðist á mótsstað eða inn á bankareikning Borðtennisdeildar KR:

  • Bankareikningur: 0137-26-008312,
  • kennitala 661191-1129.

Setjið í skýringu við greiðsluna fyrir hvaða leikmann greitt er. Sendið afrit á [email protected].

Verðlaun
Bikarar eða verðlaunapeningar verða veittir fyrir efstu fjögur sætin í hverjum flokki, nema í flokkum þar sem verða peningaverðlaun.

Í Meistaraflokki Elite fær

1. sæti kr 20.000,-
2. sæti kr 8.000,-
3.-4. sæti kr 4.000,-

Í Bigtable tvíliðaleik með forgjöf þá fær

Parið í 1. sæti kr 20.000,-
Parið í 2. sæti kr 4.000,-

Verðlaunafé í öðrum fullorðinsflokkum veltur á skráningu og verður auglýst þegar nær dregur.

Athugið að Meistaraflokkur Elite gefur stig fyrir 8 efstu sætin sem gilda inná lokamót BTÍ.

Mótstjórn:
Pétur Gunnarsson, gsm. 662 3949, [email protected]
Skúli Gunnarsson, gsm. 845 2585, [email protected]
Hlöðver Steini Hlöðversson, gsm. 824 3738, [email protected]

Yfirdómari verður kynntur síðar.

Fyrir hönd Borðtennisdeildar KR
Pétur Gunnarsson

Frekari útskýringar á ákveðnum flokkum:
Aldursskiptir flokkar miðast við sömu fæðingarár og Íslandsmót, svo u12 eru iðkendur fæddir 2013 og síðar, u15 eru iðkendur fæddir 2010 og síðar og u18 eru iðkendur fæddir 2007 og síðar.
Varðandi Meistaraflokk elite flokkana

Öllum er heimilað þátttöku í þessum flokkum, það er ekki skylda að vera í meistaraflokki.

Efstu 4 skv styrkleikalista fara beint áfram í útsláttarkeppni, en það veltur þó á fjölda keppenda.

Fyrirkomulag og útskýring á bigtable tvíliðaleik með forgjöf:

Bigtable:

  • 4 borðtennisborðum er komið saman, sem mynda þá eitt stórt borðtennisborð.
  • Skilrúm (grindur) eru notuð sem net.
  • Uppgjafareglur eru eins og í venjulegum tvíliðaleik.
  • Kúlan má skoppa ótakmarkað oft á þínum borðhelming.
  • Það þarf ekki að skiptast á að slá kúluna eins og í venjulegum tvíliðaleik.
  • Leikið verður í riðlum en fjöldi liða í riðli fer eftir skráningu.
  • Tvö efstu tvíliðaleikspör hvers riðils fara upp úr riðlinum og leika þá í útsláttarkeppni fram að úrslitum.
  • Leikið verður um 3. sætið.
  • Til að vinna leik þarf að
    • vinna 2 lotur fram að undanúrslitum.
    • Í undanúrslitum og úrslitum þarf að vinna 3 lotur, en oddalota verður einungis leikin upp að 6 stigum.
  • Báðir flokkar eru blandaðir, svo heimilt er að skrá til leiks tvíliðaleikspar sem samanstendur af tveimur einstaklingum af sama kyninu eða þá sitt hvoru kyninu.
  • Forgjöfin fer eftir samtals stigamun á milli liða og verður eftirfarandi:
    • 0-100 stig: 0 stig
    • 101-200 stig: 1 stig
    • 201-300 stig: 2 stig
    • 301-400 stig: 3 stig
    • 401-600 stig: 4 stig
    • 600+ stig: 5 stig

Auglýsing: Hjálmarsmót KR 15. og 16. febrúar 2025

 

Myndin er frá verðlaunahöfum frá árinu 2023

Aðrar fréttir