Hjálmarsmót Borðtennisdeildar KR 27. apríl 2024
Borðtennisdeild KR heldur óformlegt Hjálmarsmót laugardaginn 27. apríl 2024 í Íþróttahúsi Hagaskóla, en mótið mun ekki gilda inn á styrkleikalista BTÍ. Keppt verður í bigtable tvíliðaleik í opnum flokki og u1500 stiga flokki.
- Opinn flokkur: Opinn öllum, konum og körlum
- U1500 flokkur: Miðað er við að leikmenn í þessum flokki séu með undir 1500 stig á styrkleikalista BTÍ, en mótstjórn getur þó veitt leyfi fyrir leikmenn sem er of stigahár að taka þátt, ef hann fer ekki hátt yfir 1500 stig og samherji er undir 1500. Þetta fer eftir atvikum og mun mótstjórn veita leyfi fyrir “of stigaháann” leikmann að taka þátt í þessum flokki eingöngu þegar hún telur það eiga við.
Markmið þessa móts er að brjóta upp á hversdaglega keppni, gera eitthvað skemmtilegt og njóta þessarar íþróttar með skemmtilegum hópi. Eftir keppni munu þátttakendur, aðstandendur, áhorfendur og allir sem vilja, sem hafa náð 20 ára aldurstakmarki, fá boð með mótstjórn á Rauða Ljónið.
Tímaáætlun
kl. 13:00 Hús opnar
kl. 13:30 u1500 flokkur hefst
kl. 15:00 Opinn flokkur hefst
kl. 19:00 Móti er vonandi lokið og þátttakendur (sem hafa náð aldri til) halda saman á Rauða Ljónið
Fyrirkomulag keppni og útskýring á bigtable
- Bigtable:
- 4 borðtennisborðum er komið saman, sem mynda þá eitt stórt borðtennisborð.
- Skilrúm (grindur) eru notuð sem net.
- Uppgjafareglur eru eins og í venjulegum tvíliðaleik.
- Kúlan má skoppa ótakmarkað oft á þínum borðhelming.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig bigtable lítur út https://www.youtube.com/watch?app=desktop&v=KxCy5irb3rE
Leikið verður í riðlum en fjöldi liða í riðli fer eftir skráningu.
- Tvö efstu tvíliðaleikspör hvers riðils fara upp úr riðlinum og leika þá í útsláttarkeppni fram að úrslitum.
- Leikið verður um 3. sætið.
- Til að vinna leik þarf að
- vinna 2 lotur fram að undanúrslitum.
- Í undanúrslitum og úrslitum þarf að vinna 3 lotur, en oddalota verður einungis leikin upp að 6 stigum.
- Báðir flokkar eru blandaðir, svo heimilt er að skrá til leiks tvíliðaleikspar sem samanstendur af tveimur einstaklingum af sama kyninu eða þá sitt hvoru kyninu.
- Raðað verður eftir styrkleikalista BTÍ, en fjöldi liða sem fær röðun fer eftir fjölda skráninga.
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í báðum flokkum.
Verðlaun í opnum flokki
- 1. sæti: 15.000 kr
- 2. sæti: 5.000 kr
- 3. sæti: 4.000 kr
Verðlaun í u1500 flokki
- 1. sæti: 10.000 kr
- 2. sæti: 4.000 kr
- 3. sæti: 3.000 kr
Að auki verða veitt sérstök verðlaun fyrir það lið sem mætir í flottustu búningunum í hvorum flokki.
Þátttökugjöld
Fyrir opinn flokk – 4.000 kr. á lið
Fyrir u1500 flokk – 3.000 kr. á lið
Hægt er að greiða þátttökugjald á keppnisstað eða inn á bankareikning Borðtennisdeildar KR og skal tekið fram fyrir hvaða leikmann er verið að greiða í skýringu millifærslunnar og á netfangið [email protected].
Bankareikningur: 0137-26-008312,
kennitala 661191-1129.
Skráning
Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið [email protected] til kl. 19 fimmtudaginn 25. apríl 2024. Taka skal fram fullt nafn keppenda og kennitölu fyrir báða liðsfélaga og tilgreina nafn liðs síns.