HK-A og KR-A leika til úrslita í Keldudeild karla
Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum í Keldudeild karla, sem voru leikin í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 30. apríl. A-lið HK, sem varð í 4. sæti í deildinni, sló út Íslands- og deildarmeistara Víkings með 3-2 sigri. A-lið KR, sem varð í 3. sæti, lagði A-lið BH, sem varð í 2. sæti í deildinni 3-0.
Það verða því HK-A og KR-A sem leika til úrslita í Keldudeild karla. HK hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í 1. deild karla og líklega aldrei leikið til úrslita síðan úrslitakeppnisfyrirkomulagið var tekið upp. KR varð síðast Íslandsmeistari í deildinni árið 2017.
Úrslitin verða leikin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði sunnudaginn 8. maí.
Streymt var frá leikjunum á fésbókarsíðu BTÍ.
Í viðhengi má sjá leikskýrslur úr leikjunum.