HK-B efst í 2. deild karla eftir fjórar umferðir
Leiknar voru tvær umferðir í 2. deild laugardaginn 19. október í TBR-húsinu. Eftir fyrstu tvær umferðirnar voru tvö lið, HK-B og KR-B, með fullt hús stiga. Liðin mættust innbyrðis í 3. umferð og sigraði lið HK-B 6-3 og er eina ósigraða liðið eftir fjórar umferðir.
Í 2. sæti er KR-B með 6 stig, BR-A er með 5 stig, BH-C er með 3 stig og neðst eru BM og KR-C eru með 1 stig.
Úrslit úr einstökum viðureigum:
KR B – HK B 3-6
KR C – BM 5-5
BH C – BR A 5-5
BH C – KR B 2-6
HK B – KR C 6-0
BR A – BM 6-0
Forsíðumynd af liði HK-B frá HK.