Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

HK-B ennþá efst í 2. deild karla eftir sex umferðir

Keppni í 2. deild karla hélt áfram í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 24. nóvember en þá voru 5. og 6. umferð leiknar.

Eftir sex umferðir er HK-B ennþá efst í 2. deild en liðið hefur unnið alla sína leiki og er með 12 stig. KR-B fylgir fast á eftir með 10 stig, hefur aðeins tapað einum leik, gegn HK-B í fyrri hluta keppninnar. Þar á eftir koma BH-C með 7 stig, BR-A með 5 stig en BM og KR-C reka lestina með 1 stig.

Úrslit úr einstökum viðureignum 24. nóvember:
BM – HK-B 2-6
KR-C – BH-C 0-6
KR-B – BR-A 6-0
BR-A – HK-B 2-6
BM – BH-C 4-6
KR-C – KR-B 1-6

Næstu leikir í deildinni fara fram sunnudaginn 12. janúar 2025 í Íþróttahúsi Hagaskóla.

Úrslit úr leikjum dagsins verða sett á næstunni á vef deildarinnar: https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=a1d5bb52-7a85-4d97-b31b-a96e53a897be

Aðrar fréttir