HK-B, HK-C og KR-B efst í 2. deild eftir fyrsta leikdag
Keppni hófst í 2. deild karla laugardaginn 1. október og var leikið í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Sum lið léku tvo leiki en önnur þrjá leiki en skipulag deildarinnar miðast m.a. við að lágmarka ferðalög liða á milli landshluta.
HK-B, HK-C og KR-B hafa 4 stig eftir fyrsta leikdaginn, KR-B eftir tvo leiki en HK-liðin hafa bæði leikið þrjá leiki. Akur og BR-A hafa 2 stig og BR-B ekkert stig.
Úrslit úr einstökum viðureignum:
2. deild karla | ||||||
Dagsetning | Tími | Location | Lið 1 | Lið 2 | Úrslit | |
lau. 1.10.2022 | 09:30 | Íþróttahúsið við Strandgötu | BR-A | – | BR-B | 6-0 |
lau. 1.10.2022 | 09:30 | Íþróttahúsið við Strandgötu | HK-C | – | HK-B | 4-6 |
lau. 1.10.2022 | 09:30 | Íþróttahúsið við Strandgötu | KR-B | – | Akur-A | 6-3 |
lau. 1.10.2022 | 12:00 | Íþróttahúsið við Strandgötu | Akur-A | – | BR-B | 6-3 |
lau. 1.10.2022 | 12:00 | Íþróttahúsið við Strandgötu | KR-B | – | HK-B | 6-3 |
lau. 1.10.2022 | 12:00 | Íþróttahúsið við Strandgötu | HK-C | – | BR-A | 6-2 |
lau. 1.10.2022 | 14:30 | Íþróttahúsið við Strandgötu | HK-C | – | Akur-A | 6-3 |
lau. 1.10.2022 | 14:30 | Íþróttahúsið við Strandgötu | HK-B | – | BR-A | 6-1 |
Á næstunni verða úrslit úr einstökum leikjum slegin inn í Tournament Software forritið, og verða þá sýnileg á vef deildarinnar, sjá:
https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=15BEB152-CFD0-4FD9-ABE7-1B6B26F578A4
Næst verður leikið í 2. deild á Akureyri 29. október, en þá fara BR-A og HK-B norður og leika við heimamenn í Akri.
Á forsíðunni má sjá lið BR frá síðasta keppnistímabili, en félagið leikur nú í 2. deild í fyrsta skipti og er með tvö lið í deildinni.