HK-B og Víkingur-B með fullt hús stiga í 2. deild
Leikið var í 2. deild karla í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 21. október.
Leiknar voru tvær umferðir, 3. og 4. umferð.
Að loknum fjórum umferðum eru HK-B og Víkingur-B með fullt hús stiga, eða 8 stig. Liðin mætast í 5. umferð, þann 18. nóvember.
HK-C og Víkingur-C fengu sín fyrstu stig í deildinni í vetur þegar liðin gerðu jafntefli.
<strong>Úrslit úr leikjum 21. október
HK-B – Víkingur-C 6-2
HK-C – BR-A 3-6
KR-C – Víkingur-B 1-6
KR-C – HK-B 3-6
Víkingur-C – HK-C 5-5
Víkingur-B – BR-A 6-4
Úrslit úr leikjum í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar eru komin á vef deildarinnar hjá Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=12318DF0-86BD-4652-824C-9D89E5C1E531&draw=8
Forsíðumynd af Benedikt Aroni úr myndasafni, en hann tryggði Víkingi-B sigur í jöfnum leik við BR-A.
Uppfært 22.10.