HK-B sigurvegarar í 2. deild
HK-B sigraði í 2. deild, keppnistímabilið 2019-2020, með 3-1 sigri á Víkingi-C í úrslitaleik. Leikið var í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 19. september.
Í undanúrslitum sigraði Víkingur-C, sem sigraði í suðurriðli deildarinnar lið Samherja 3-0, en Samherjar höfnuðu í 2. sæti norðurriðils. HK-B, sem varð í 2. sæti suðurriðils, átti að mæta Akri-A, sem sigraði í norðurriðlinum, en Akursmenn mættu ekki til leiks.
HK mun því eiga tvö lið í 1. deild karla keppnistímabilið 2020-2021.
Á meðfylgjandi mynd frá Erni Þórðarsyni má sjá Amid Desayad, Bjarna Þ. Bjarnason, Björgvin Ólafsson og Reyni Georgsson úr sigurliði HK-B. Úr liði Víkings-C eru á myndinni Guðmundur Guðmundsson, Nevena Tasic og Pétur Stephensen.