HK-C, KR-B og BH-B taplaus eftir fjórar umferðir í 2. deild suður
Tvær umferðir voru leiknar í suðurriðli 2. deildar í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 17. janúar. Þessir leikir áttu upphaflega að fara fram 1. nóvember en var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.
Að loknum fjórum umferðum eru þrjú lið taplaus, HK-C og KR-B í A-riðli og BH-B í B-riðli.
Úrslit úr leikjum dagsins:
A-riðill
- KR-B – BH-D 3-0
- BH-C – Víkingur-D 3-0
- KR-C – HK-C 2-3
- BH-C – KR-B 0-3
- HK-C – BH-D 3-1
- Víkingur-D – KR-C 0-3
B-riðill
- Víkingur-C – Umf. Selfoss 3-0 (frestaður leikur frá 4. okt. 2020)
- Víkingur-C – KR-E 3-0
- BH-B – Umf. Selfoss 3-0
- KR-D – Umf. Selfoss 3-0
- Víkingur-C – BH-B 2-3
Staðan að loknum fjórum umferðum
A-riðill
- KR-B 8 stig, 4 leikir 12-0
- HK-C 8 stig 4 leikir 12-4
- BH-D 4 stig 4 leikir
- KR-C 2 stig 4 leikir 7-9
- BH-C 2 stig 4-9
- Víkingur-D 0 stig 4 leikir
B-riðill
- BH-B 6 stig 3 leikir
- Víkingur-C 6 stig 4 leikir
- KR-D 4 stig 3 leikir
- KR-E 0 stig 3 leikir 1-9
- Umf. Selfoss 0 stig 3 leikir 0-9
Öll úrslit verða fljótlega birt á vef deildarinnar á Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=7A149223-4A57-42D9-9F95-ED364B4DC06E
Einnig verða úrslitin sett inn í lista yfir umferðir í deildinni, hægra megin á síðunni: https://bordtennis.is/2-deild-umferdir/
Næst verður leikið í suðurriðli deildarinnar sunnudaginn 24. janúar í TBR-húsinu og verða leiknir leikir í 5. og 6. umferð.
Keppni er ekki hafin í norðurriðli 2. deildar en hefst væntanlega föstudaginn 22. janúar og verður leikið þéttar en áður var fyrirhugað.
Á forsíðunni má sjá mynd af liði BH-D 17. janúar 2021.