HK-D er með fullt hús stig í 3. deild karla
Tvær umferðir voru leiknar í 3. deild karla í TBR húsinu sunnudaginn 20. október. Leikið er í A- og B-riðlum og eru 5 lið í hvorum riðli. Í hverri umferð situr því eitt lið hjá, svo liðin hafa ekki leikið jafnmarga leiki.
Akur hefur dregið lið sitt úr keppni, en liðið átti að leika í B-riðli.
Í A-riðli er staðan sú að loknum fjórum umferðum að BR-B og Víkingur-C hafa 5 stig. Næst koma KR-F og HK-C með 3 stig en Garpur hefur ekkert stig. HK-C hefur leikið 4 leiki en hin liðin hafa leikið þrjá leiki.
Í B-riðli er HK-D með fullt hús stiga með 6 stig. Selfoss er með 4 stig, KR-D hefur 4 stig og KR-E 2 stig. KR-D hefur leikið fjóra leiki en önnur lið þrjá leiki.
Stig í leikjum gegn Akri, sem á að vera lokið, eru talin með hér fyrir ofan.
Úrslit úr einstökum viðureignum:
3. Deild A-riðill
HK C – KR F 2-6
Vikingur C – Garpur 6-0
BR B – HK C 6-3
KR F – Víkingur C 3-6
3 deild B-riðill
KR D – Akur 6-0 (Akur hefur dregið lið sitt úr keppni)
KR E – HK D 1-6
UMF. Selfoss – KR D 6-2
Akur -KR E 0-6 (Akur hefur dregið lið sitt úr keppni)
Forsíðumyndin sýnir lið BR-B og Garps í deildakeppninni í september 2024.