HK Íslandsmeistarar í 2. deild karla
Frá vinstri sigurlið HK B: Leikmennirnir Óskar Agnarsson, Brynjólfur Þórisson, Örn Þórðarson og þjálfarinn Bjarni Þ Bjarnason.
Fyrr í dag fór fram úrslitakeppnin í 2. deild karla á Akureyri. Í undanúrslitum áttust við lið KR B og Akurs. Var sá leikur mjög spennandi en Akur náði forystu í leiknum 2-1 eftir tvíliðaleikinn en KR B hafði betur á endasprettinum og vann viðureignina 3-2.
Lið HK B fékk walkover gegn liði Víkings D sem boðaði forföll.
Í úrslitum léku því lið KR B og HK B. Í fyrsta leiknum áttust við Brynjólfur Þórisson HK og Björn Brynjar Jónsson KR. Vann Brynjólfur viðureignina 3-0 (11-3, 11-4 og 11-9). Í öðrum leik mættust þeir Óskar Agnarsson HK og Hlöðver Steini Hlöðversson KR. Fór sá leikur 3-1 fyrir Hlöðver (11-7, 9-11, 10-12 og 9-11). Í tvíliðaleiknum mættust Óskar/Örn HK og Hlöðver/Gestur KR. Var sá leikur spennandi en þeir Hlöðver og Gestur unnu viðureignina 3-2 (11-9, 5-11, 8-11, 12-10 og 7-11). Í fjórðu viðureigninni mættust þeir Brynjólfur og Gestur. Brynjólfur vann fyrstu lotuna 11-8 en Gestur tvær næstu lotur 11-9 og 11-2. Brynjólfur gerði sér lítið fyrir og vann næstu tvær lotur 11-7 og 11-7 og var staðan þar með orðin 2-2 í úrslitaviðureigninni.
Í oddaleik um deildarmeistaratitilinn mættust Örn Þórðarson HK og Björn Brynjar Jónsson KR. Fyrsta lotan var spennandi þar sem Örn hafði betur 14-12. Næstu tvær lotur vann Örn 11-6 og 11-6 og tryggði hann HK liðinu þar með Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild!
Mun HK því á næsta ári spila með tvö lið í 1. deild karla í fyrsta sinn. KR á enn von til þess að vera með tvö lið í 1. deild karla að ári en til þess þarf B liðið að vinna B lið Víkinga.
frá vinstri: lið Akurs, HK og KR
Leikskýrsla úrslitaviðureignar HK B og KR B
Leikskýrsla undanúrslitaviðureignar KR B og Akurs