Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

HK keppir í Evrópukeppni

Um helgina tekur lið HK þátt í Evrópukeppni félagsliða í borðtennis eða Europe Trophy. Keppnin fer fram í Lettlandi 26. og 27. nóvember. Það er nokkuð langt um liðið síðan íslenskt félagslið hefur tekið þátt í Evrópukeppni og tilefni til að fagna þessu framtaki HK.

HK leikur í riðli með liði frá Eistlandi, Portúgal, Póllandi og Lettlandi. Dagskrána má finna á vef ETTU og á ETTU TV verður hægt að fylgjast með beinum útsendingum frá leikjum.

Lið HK skipa eftirtaldir

  • Bjarni Þ. Bjarnason
  • Björgvin Ingi Ólafsson
  • Óskar Agnarsson
  • Örn Þórðarson
  • Victor Berzoi

Úrslitakeppni verður leikin í mars á næsta ári.

Fylgst verður með úrslitum úr leikjum um helgina og þau birt á Facebook síðu BTÍ.

Aðrar fréttir