HK, KR, Víkingur og Örninn unnu titlana á Íslandsmóti öldunga
Góð þátttaka var á Íslandsmóti öldunga, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 17. mars. Skráðir voru 35 keppendur frá 8 félögum: Akri, BH, Dímon, Erninum, HK, ÍFR, KR og Víkingi. Þar af voru 9 konur og hafa ekki verið fleiri frá því keppni hófst í kvennaflokki á þessu móti.
Íslandsmeistarar á mótinu komu úr Erninum, HK, KR og Víkingi. Ásta Urbancic, KR, varð þrefaldur Íslandsmeistari á mótinu og Brynjólfur Þórisson, HK; Kristján Jónasson, Víkingi og Örn Þórðarson, HK urðu tvöfaldir meistarar.
Úrslit úr einstökum flokkum:
Einliðaleikur kvenna 40-69 ára
- Ásta Melitta Urbancic, KR
- Guðrún Gestsdóttir, KR
- Elísabet Dólinda Ólafsdóttir, KR
- Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
Keppni í þremur aldursflokkum kvenna var sameinuð í einn flokk. Ásta (í aldursflokki 60-69 ára) vann Guðrúnu (í aldursflokki 40-49 ára) 3-0 (11-6, 11-9, 11-6) en Elísabet varð efst þeirra sem eru í aldursflokki 50-59 ára.
Einliðaleikur karla 40-49 ára
- Örn Þórðarson, HK
- Slawomir Wojciech Rekowski, BH
3.-4. Georg Lúðvíksson, KR
3.-4. Reynir Georgsson, HK
Örn vann Slawomir 3-0 (12-10, 11-6, 11-5) í úrslitum og varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti.
Einliðlaleikur karla 50-59 ára
- Kristján Aðalbjörn Jónasson, Víkingur
- Bjarni Þorgeir Bjarnason, HK
3.-4. Hannes Guðrúnarson, KR
3.-4. Stefán Birkisson, Víkingur
Þeir félagar Kristján og Bjarni mættust í úrslitaleiknum og hafði Kristján betur 3-0 (11-6, 12-10, 11-4). Hann varð því Íslandsmeistari í einliðaleik fjórða árið í röð.
Einliðaleikur karla 60-69 ára
- Brynjólfur Þórisson, HK
- Hjörtur Magni Jóhannsson, Víkingur
- Pétur Ó. Stephensen, Víkingur
- Finnur Hrafn Jónsson, KR
1958 árgangurinn er sterkur í karlaflokki og komu fjórir nýir keppendur fæddir 1958 inn í þennan aldursflokk í fyrsta skipti. Keppni var jöfn og spennandi og voru þrír leikmenn jafnir með fjóra sigra og eitt tap. Brynjólfur vann Hjört 3-0 og tapaði 2-3 fyrir Pétri, sem tapaði 0-3 fyrir Hirti. Brynjólfur varð því Íslandsmeistari, Hjörtur annar og Pétur þriðji.
Pétur Stephensen vantar á myndina.
Einliðaleikur karla 70 ára og eldri
- Ragnar Ragnarsson, Örninn
- Jóhann Örn Sigurjónsson, Örninn
- Sigurður Herlufsen, Víkingur
Jóhann Örn hefur unnið titilinn síðustu tvö ár en Ragnar var sterkari á þessu móti, og vann Jóhann 3-1 (11-7, 8-11, 13-11, 11-9).
Tvíliðaleikur kvenna 40-49 ára
- Eva Jósteinsdóttir/Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingur
- Áslaug Hrönn Reynisdóttir/Guðrún Gestsdóttir, ÍFR/KR
Eva og Lilja tóku þátt á mótinu í fyrsta skipti og kepptu aðeins í tvíliðaleik. Þær voru öruggir sigurvegarar og lögðu Áslaugu og Guðrúnu 3-0 (11-2, 11-4, 11-4) í úrslitaleik.
Tvíliðaleikur karla 40-49 ára
- Reynir Georgsson/Örn Þórðarson, HK
- Gunnar Skúlason/Slawomir Wojciech Rekowski, KR/BH
Reynir og Örn sigruðu Gunnar og Slawomir 3-1 (8-11, 11-4, 11-2, 11-8) í úrslitaleik.
Tvíliðaleikur kvenna 50-59 ára
- Ásta Melitta Urbancic/Elísabet Dólinda Ólafsdóttir, KR
- Anna Sigurbjörnsdóttir/Guðrún Ólafsdóttir, KR
Ásta og Elísabet lögðu Önnu og Guðrúnu 3-1 (11-8, 6-11, 11-5, 11-6) í úrslitaleik.
Tvíliðaleikur karla 50-59 ára
- Bjarni Þorgeir Bjarnason/Kristján Aðalbjörn Jónasson, HK/Víkingur
- Bjarni Gunnarsson/Hannes Guðrúnarson, KR
- Finnur Hrafn Jónsson/Guðmundur Örn Halldórsson, KR
Bjarni og Kristján vörðu titilinn, sem þeir unnu í fyrra, og sigruðu Bjarna og Hannes 3-0 (11-6, 11-7, 11-2) í úrslitaleiknum.
Tvíliðaleikur karla 60 ára og eldri
- Brynjólfur Þórisson/Hjörtur Magni Jóhannsson, HK/Víkingur
- Árni Siemsen/Pétur Ó. Stephensen, Örninn/Víkingur
- Jóhann Örn Sigurjónsson/Sigurður Herlufsen, Örninn/Víkingur
Brynjólfur og Hjörtur léku í fyrsta skipti í þessum aldursflokki og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Árna og Pétur, sem áttu titil að verja. Jóhann Örn og Sigurður voru eina parið sem var skráð í tvíliðaleik 70 ára og eldri, og spiluðu því með þeim sem voru í 60-69 ára aldursflokki.
Tvenndarleikur 40 ára og eldri
- Hannes Guðrúnarson/Ásta Melitta Urbancic, KR
- Gunnar Skúlason/Guðrún Gestsdóttir, KR
3.-4. Bjarni Gunnarsson/Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
3.-4. Finnur Hrafn Jónsson/Elísabet Dólinda Ólafsdóttir, KR
Þetta var í fyrsta skipti sem keppt er í tvenndarkeppni á Íslandsmóti öldunga eftir að keppnisgreinin var sett inn í reglugerð um Íslandsmót. Hannes og Ásta unnu Gunnar og Guðrúnu 3-1 (11-5, 11-6, 8-11, 11-9) í úrslitaleiknum.
Öll úrslit á mótinu má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=A5682FF4-EACD-4E67-8551-EDD7383EE25F
Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.
Í annarri frétt hér á vefnum má sjá margar myndir af mótinu og á Facebook síðu BTÍ eru myndir og klippur af mótinu.
ÁMU