Hlaðvarp um sögu ping pong alþjóðasamskipta
Konfúsíusarstofnunin gaf nýlega út hlaðvarpsþátt um Ping Pong diplómasíuna, en það hugtak hefur verið notað yfir breytingar á samskiptum Bandaríkjanna og Kína í kjölfar heimsóknar leikmanna í borðtennis.
Í hlaðvarpinu ræðir Daníel Bergmann Ásmundsson í stuttu máli um sögu Ping Pong diplómasíunnar og áhrif innan ITTF í dag.
Áhugasamir geta hlustað á hlaðvarpið, hér er hlekkur:
https://kjarninn.is/hladvarp/i-austurvegi/ping-pong-diplomacy/
Forsíðumynd af vef Kjarnans.