Hlöðver Steini Hlöðversson nýr formaður Borðtennisdeildar KR
Aðalfundur Borðtennisdeildar KR var haldinn í KR-heimilinu 28. apríl. Á fundinum var Hlöðver Steini Hlöðversson kjörinn formaður en fráfarandi formaður, Skúli Gunnarsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Skúli situr þó áfram í stjórn, með Önnu Sigurbjörnsdóttur, Karli A. Claesson og Pétri Gunnarssyni.