Holland Evrópumeistari í liðakeppni kvenna
Kvennalið Hollands varð Evrópumeistari í liðakeppni kvenna fjórða skiptið í röð á EM í borðtennis, sem fram fer í Gdansk í Póllandi þessa dagana.
Holland sigraði Rúmeníu 3-0 í úrslitum en lenti í meiri vandræðum í undanúrslitum þar sem þær sigruðu Ungverjaland 3-2. Rúmenía vann Hvíta-Rússland 3-0 í hinum undanúrslitaleiknum.
ÁMU