Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Hópur borðtennismanna tekur þátt í opna flæmska mótinu

Rúmlega 20 KR-ingar taka þátt í opna flæmska borðtennismótinu, sem fram fer í Ostende í Belgíu 10.-14. ágúst. Þrír þjálfarar eru með í för og nokkrir foreldrar. Auk KR-inganna er einn leikmaður frá Víkingi og einn frá Umf. Samherjum með í för. Borðtennisdeild KR hefur áður tekið þátt í þessu móti og þá hefur hópur úr unglingalandsliðinu tekið þátt í þessu móti.

Leikið verður bæði í flokkum unglinga og öðlinga og í ýmsum getuflokkum í einliðaleik, tvíliðaleik og liðakeppni unglinga, þannig að keppendur munu taka þátt í nokkrum flokkum. Á laugardagskvöldinu 11. ágúst verður svo boðsmót, sk. Masters mót, þar sem átta borðtennismönnum í röð bestu leikmanna í Evrópu er boðið til leiks.

Nánari upplýsingar um mótið má sjá á slóð borðtennisklúbbsins sem heldur mótið, TTC Drive Oostende. Þar verða einnig sett inn úrslit og hægt að horfa beint á Masters mótið laugardagskvöldið 11. ágúst.

http://ttcdriveoostende.be/tornooi/index.html

Þessir leikmenn taka þátt í mótinu, úr KR nema að annað sé tekið fram: Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Ársól Clara Arnardóttir, Baldur Thor Aðalbjarnarson, Benedikt Vilji Magnússon, Berglind Anna Magnúsdóttir, Breki Þórðarson, Eiríkur Logi Gunnarsson, Ellert Kristján Georgsson, Elvar Kjartansson, Freyja Benediktsdóttir, Gestur Gunnarsson, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir (vantar á myndina), Guðrún Gestsdóttir (vantar á myndina), Heiðmar Sigmarsson, Umf. Samherjum, Hildur Halla Þorvaldsdóttir, Lára Ívarsdóttir, Lóa Floriansdóttir Zink, Matthías Benjamínsson, Pétur Gunnarsson, Ólafur Steinn Ketilbjörnsson, Skúli Gunnarsson, Thor Thors, Þóra Þórisdóttir og Þuríður Þöll Bjarnadóttir.

 

ÁMU (uppfært 11.8.)

Aðrar fréttir