Hópur íslenskra borðtennisleikmanna keppir í Hróarskeldu
Helgina 1.-2. febrúar keppir hópur íslenskra borðtennismanna á árlegu borðtennismóti í Hróarskeldu í Danmörku. Alls eru 12 keppendur frá BH í Danmörku til að taka þátt í mótinu og eru þjálfarar og foreldrar með í för. Keppt er í fjölmörgum flokkum, bæði í unglinga- og fullorðinsflokkum.
Keppendur frá BH eru Alexander Ivanov, Alexía Kristínardóttir Mixa, Birgir Ívarsson, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Kristófer Júlían Björnsson, Magnús Gauti Úlfarsson, Nikulás Dagur Jónsson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sandra Dís Guðmundsdóttir, Sól Kristínardóttir Mixa, Þorbergur Freyr Pálmarsson og Þórdís Lilja Jónsdóttir.
Aldís Rún Lárusdóttir, Ársól Clara Arnardóttir og Þóra Þórisdóttir úr KR og Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi taka einnig þátt í mótinu.
Vefsíðu mótsins má sjá hér: http://roskildebordtennis.dk/roskilde-kongrescenter-bauhaus-arena-cup-2020-program/