Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Hópur ungra borðtennisspilara úr KR tekur þátt í Alþjóðlega Flanders mótinu í borðtennis

Þrettán ungir borðtennismenn úr KR taka þátt í 34. Alþjóðlega Flanders mótinu í borðtennis, sem fram fer í Ostend í Belgíu 10.-14. ágúst. Keppt er í aldursflokkum unglinga og öldunga, sem og í karla og kvennaflokkum. 

Samhliða verður 14. Ostend Mastersmótið, þar sem keppt verður í karla- og kvennaflokkum. Meðal keppenda verður Jean-Michel Saive, sem verður nýkominn frá Ólympíuleikunum í London.

Fararstjórar og þjálfarar eru Einar Geirsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, en einnig verður hópur foreldra með í för.

ÁMU

Leikmenn og þjálfarar sem fara til Belgíu. Sveinu Rósu Sigurðardóttur vantar á myndina, sem Ásta Urbancic tók.

Aðrar fréttir